Fréttir

Tveir góðir sigrar í blakinu

Blaklið KA voru í eldlínunni í dag og unnu bæði mjög sterka sigra. Strákarnir fengu Stjörnuna í heimsókn og unnu 3-1 í mjög jöfnum og spennandi leik. Strax á eftir spiluðu stelpurnar við Þrótt frá Neskaupsstað og eftir frábæran leik urðu þær ofan á í 3-2 sigri. Liðin eru nú bæði á toppnum og virðist ekkert lát á sigurgöngu kvennaliðsins. Stelpurnar eru enn ósigraðar og ljóst er að spennandi vetur er að fara í hönd hjá KA.

Tap gegn HK í fyrsta heimaleiknum

KA strákarnir mættu HK í dag í afar skrautlegum leik. Virtust gestirnir algjörlega máttlausir í upphafi leiks og KA komst í 2-0 án nokkurrar fyrirhafnar. HK gerði sér svo lítið fyrir og vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 2-3. Í þeim hrinum virtust KA-menn hreinlega ekki hafa nokkra trú á að HK gæti gert þeim skráveifu. Kæruleysi greip um sig og liðið spilaði bara á hálfum snúning og því fór sem fór.

Kvennalið KA vann Ými 3-0

KA-stelpurnar eru enn ósigraðar í blakinu eftir þrjá leiki. Um helgina skellti liðið Ými úr Kópavogi 3-0. Liðið var á köflum að sýna fína takta og reynsluboltarnir Birna Baldursdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir koma til með að styrkja það mikið í vetur. KA var með yfirhöndina allan leikinn en minnstu munaði þó að Ýmir ynni aðra hrinuna. KA er nú á toppnum í deildinni og verður sú staða að teljast nokkuð óvænt.

Sex leikmenn frá KA valdir í U19 landslið Íslands

Sex leikmenn frá Ka voru valdir í U19 landslið Íslands sem leikur þessa dagana á NEVZA mótinu í Danmörku. Í karlaliðið voru valdir eftirtaldir leikmenn frá KA: Árni Björnsson, Daniel Sveinsson, Jóhann Eiríksson og Sigurbjörn Friðgeirsson. Í kvennaliðið voru valdar systurnar Guðrún Margrét Jónsdóttir og Auður Anna Jónsdóttir.

Kvennalið KA vann Stjörnuna

KA og Stjarnan tókust á í kvennaflokki í blakinu strax á eftir karlaleik sömu liða. Og aftur var boðið upp á 5 hrinu leik og aftur tókst KA að vinna 3-2 (25-20, 23-25, 25-15, 22-25, 15-10).

Karlalið KA vann Stjörnuna í seinni leik helgarinnar

KA tókst að leggja lið Stjörnunnar í miklum baráttuleik á laugardag.  Leikurinn endaði 3-2 (25-21, 25-20, 24-26, 22-25, 15-10) fyrir KA eftir mikil átök og nokkra dramatík.

Kvennalið KA byrjar fyrstu deildina vel

Kvennalið KA byrjar vel keppni sína í efstu deild en liðið lagði lið Þróttar Reykjavík á föstudaginn 3-2 í tveggja tíma maraþon leik sem stóð vel fram yfir miðnættið en leik liðanna var frestað um einn og hálfan tíma vegna veðurs.

Sigur á Íslandsmeisturunum í fyrsta leik

KA vann Íslandsmeistara Þróttar frá Reykjavík 3-1 (25-17, 25-25, 27-29, 25-22) í fyrstu deild karla fyrsta leik sínum á þessu leiktímabili.

Seinkun á fyrstu blakleikjum KA vegna veðurs

Seinka þurfti fyrstu leikjum blakliða KA í kvöld um einn og hálfan tíma vegna veðurs.  Leikur karlaliðsins átti að hefjast í Íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 19:30 en hófst ekki fyrr en um kl. 21.  Lið KA þurfti að bíða í 2 klukkustundir í Borgarnesi en mjög vont veður var undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi í dag.

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni í kvöld er liðið mætir Íslandsmeisturum síðasta árs Þrótti Reykjavík.  KA liðið hefur misst tvo sterka leikmenn frá síðasta tímabili, tvíburana Haftein og Kristján Valdimarssyni en teflir fram ungum og efnilegum leikmönnum í þeirra stað.