28.10.2007
KA og Stjarnan áttust við í bikarkeppninni í dag og er skemmst frá því að segja að KA menn unnu leikinn 2-1 (26-24) (21-25) (16-14). Eftir því sem næst verður komist þá hefur Stjarnan ekki tapað leik í rúm tvö ár en liðið tapaði síðast fyrir HK í nóvember 2005. Stjarnan er þó ekki úr leik þar sem nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið tekið upp í Bikarkepppni BLÍ.
26.10.2007
Um helgina ferðast bæði lið KA í blaki suður og keppa í bikarkeppni BLÍ sem kallast nú Brosbikarinn. Keppt verður í íþróttahúsinu í Austurbergi og er mótið í umsjón ÍS.
23.10.2007
Síðastliðinn mánudag fór KA í 2. deild kvenna austur á Húsavík og keppti við öldungualiðið Völsunga.
22.10.2007
KA og Stjarnan mættust um helgina í uppgjöri toppliðana en bæði lið voru jöfn að stigum fyrir helgina með 6 stig. Það er skemmst frá því að segja að Íslands- deildar og bikarmeistararnir í Stjörnunni unnu bæði leikina þann fyrri á Föstudaginn nokkuð öruggt 3-1 og einnig seinni leikinn á Laugardaginn í háspennuleik 3-2.
19.10.2007
KA- Starnan (25-22) (17-25) (17-25) (14-25). Myndir frá leiknum má finna undir Myndir og KA - Stjarnan október 2007Liðin eigast aftur við á morgun laugardag kl 16:00 í KA heimilinu. Meira síðar.
17.10.2007
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar úr Garðarbæ koma norður um helgina og spila við KA menn. Leikirnar fara fram kl. 20:00 á föstudag og kl 16:00 á laugardag. KA menn hafa styrkt lið sitt verulega frá í fyrra og fóru vel af stað er þeir lögðu ÍS í tvígang um síðustu helgi og því til alls líklegir á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum. Við hvetjum norðlendinga til að mæta á leikinn og styðja strákana. Áfram KA !!!
17.10.2007
Kvennalið KA spilar sinn fyrsta leik í annarri deildinni næstkomandi mánudag við Völsung á Húsavík. Leikurinn hefst klukkan 21:00.
16.10.2007
Um helgina mættu KA menn liði Stúdenta