Fréttir

30.08.2024

Höldur-Bílaleiga Akureyrar og Fimleikadeild KA gera með sér samstarfssamning.

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Hölds-Bílaleigu Akureyrar og Fimleikadeilar KA til þriggja ára. Allt frá árinu 2014 hefur Höldur stutt vel við fimleikastarfið í bænum og því afar ánægjulegt að búið sé að undrrita nýjan samstarfssamning. Við erum ákaflega ánægð með þann stuðning sem Höldur veitir fimleikadeildinni og hlökkum til að vinna vel með þeim áfram. Á myndinni eru Einar Pampichler og Alexandra Guðlaugsdóttir frá Fimleikadeild KA og Arna Skúladóttir frá Höldi við undirritun samningsins.
07.08.2024

Vantar sjálfboðliða í stjórn

Stjórn Fimleikadeildar KA óskar eftir tveimur sjálfboðaliðum í núverandi stjórn deildarinnar.
31.07.2024

Nýjir þjálfarar

Stjórn Fimleikadeildar KA hefur ráðið hjónin Amir Daniari og Söru Nikchehreh til starfa.
09.06.2024

Trampólín námskeið - Nýtt !

Í júní verður boðið upp á tvö trampólín námskeið fyrir börn á aldrinum frá 6-14 ára (2009-2018) í fimleikahúsinu við Giljaskóla. Fyrra námskeiðið er 4 dagar eftir hádegi 13:00 - 17:00 og seinna námskeiðið er 5 dagar eftir hádegi frá kl. 13:00 - 17:00. Trampólínnámskeiðin verða haldin á eftirfarandi dagsetningum: 1: 18-21 júní. (4 dagar) kl. 13:00-17:00. 2: 24-28 júní (5 dagar) kl. 13:00 - 17:00. Verð fyrir 5 daga námskeið er 15.000 kr. og 12.000 kr. fyrir 4 daga námskeið. Á námskeiðunum verða þátttakendur þjálfaðir í trampólín íþróttinni. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og fer eftir getu og þroska hvers og eins þátttakanda. Það verður farið í öryggisatriðið og undirstöðuatriði íþróttarinnar með öllum þáttakendum en eftir það miðast þjálfunin við hvern og einn. Á námskeiðunum leggjum við upp með hvetjandi umhverfi, og munum haga þjálfuninni í samvinnu með þáttakendum frekar en að keyra stífan aga. Þátttakendur munu því hafa mikið persónulegt rými og stýra eigin þjálfunarhraða. Þó þurfa þátttakendur að hlusta á þjálfaran og fylgja þeim reglum sem þeim eru settar. Athugið að trampólín námskeiðið er einskorðað við trampólínþjálfun og það verður ekki frjáls notkun á öðrum búnaði í fimleikahúsinu nema ef þjálfara leyfa slíkt. Hverjum degi verður deilt upp á eftirfarandi hátt: 1: Upphitun 2: Þjálfun í trampólíni 3: Morgunkaffi 4: Létt upphitun/leikir 5: Þjálfun í trampólíni 6: Frjáls tími og leikir. Þátttakendur þurfa að vera í þykkum íþróttasokkum á trampólínunum eða fimleikaskóm. Annars er engin formlega krafa um klæðnað annað en að fötin þurfa að vera laus við rennilása og annað dinglumdangl. Gott er að vera í síðum aðskornum íþróttabuxum og þunnum langermabol en það má gjarnan mæta í fimleikafötum, stuttbuxum og öðru slíku. Það verður líklega hlýtt í fimleikahúsinu svo að þykk föt verða líklega til trafala. ATH að þáttakendur mega ekki vera með skartgripi eða úr þegar þú þjáfla trampólín. Þátttakendur þurfa að taka með sér nesti fyrir kaffipásu og vatnsbrúsa. Skráning fer fram í gegnum Abler: Skráning á Trampólínnámskeið. Fjöldi þátttakenda miðast við 10 á hvoru námskeiði og einnig áskiljum við okkur rétt til þess að fella námskeiðið niður ef það verður ekki næg þátttaka. Umsjón með námskeiðunum hefur Tómas og nánari upplýsingar er hægt að fá á tölvupóstfanginu buchdal@gmail.com og á facebook síðunni Trampólín á Akureyri.