Fréttir

Risabikarslagur hjá stelpunum í kvöld!

Einn stærsti leikur blaktímabilsins er í kvöld þegar toppliðin í Mizunodeild kvenna mætast í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. KA sem er á toppnum sækir Aftureldingu heim og ljóst að annað af þessum frábæru liðum missir því af bikarúrslitahelginni

HK sló KA úr leik í Kjörísbikarnum

Það var vægast sagt stórleikur í Fagralundi í Kópavogi í kvöld er HK tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki. Þarna áttust við liðin sem hafa barist um alla titla undanfarin ár og ljóst að það lið sem myndi tapa myndi detta úr leik og þar með missa af bikarúrslitahelginni

Stórslagur HK og KA í bikarnum í dag

Það er heldur betur stórleikur framundan í kvöld í blakinu er KA sækir HK heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla. Þarna mætast liðin sem hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ljóst að liðið sem tapar leiknum í kvöld fellur úr leik og missir því af stærstu helgi hvers blaktímabils

Tveir frábærir sigrar KA á HK (myndir)

Karla- og kvennalið KA tóku á móti HK í blakinu í gær en þarna mættust einmitt liðin sem börðust um alla titlana á síðustu leiktíð. Karlarnir riðu á vaðið en KA þurfti á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en HK var á toppi deildarinnar

Myndaveisla frá endurkomusigri KA

KA vann magnaðan 3-2 sigur á Álftnesingum er liðin mættust í Mizunodeild kvenna í blaki í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. Gestirnir komust í 0-2 en KA liðið sýndi frábæran karakter með því að snúa leiknum sér ívil og vinna að lokum eftir oddahrinu

KA tekur á móti Álftanes á morgun

Það er komið að endasprettinum í Mizunodeild kvenna í blaki en KA tekur á móti Álftanesi á morgun, miðvikudag, klukkan 20:15 í KA-Heimilinu. KA liðið er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og þarf á sigri að halda til að færast skrefi nær því að verja Deildarmeistaratitilinn

Flottur árangur KA á bikarmóti yngriflokka

Um helgina fór fram bikarmót í 2., 3. og 4. flokki í blaki en keppt var í Kópavogi. KA senti alls 5 lið til leiks og voru 35 iðkendur félagsins sem spreyttu sig á þessu skemmtilega móti. Það má með sanni segja að krakkarnir hafi staðið sig með prýði og voru KA til fyrirmyndar

Myndir frá toppslag KA og Aftureldingar

KA tók á móti Aftureldingu á dögunum í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar og hafði unnið alla 10 leiki sína í vetur en Mosfellingar voru fimm stigum á eftir okkar liði og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að koma spennu í toppbaráttuna

Toppslagur í blaki kvenna á miðvikudaginn

KA tekur á móti Aftureldingu á miðvikudaginn klukkan 20:15 í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Með sigri getur KA liðið nánast klárað deildina en Mosfellingar þurfa á sigri að halda til að halda baráttunni á lífi

Stórt skref stigið í átt að úrslitakeppninni

KA tók á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í dag. Um algjöran stórleik var að ræða en liðin eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Fyrir leikinn var KA í 4. sætinu með 15 stig en Mosfellingar í 5. sæti með 12 stig