Móttaka fyrir bikarmeistarana í KA heimilinu kl. 17:30 í dag

Kóngurinn með bikarinn.
Kóngurinn með bikarinn.

Aðalstjórn KA og stjórn Blakdeildar KA bjóða til mótttöku í KA heimilinu á morgun mánudag til heiðurs nýkrýndum bikarmeisturum KA.  Athöfnin verður frá klukkan 17:30 til 18:00 og er öllum velunnurum KA boðið að mæta og heilsa upp á strákana og óska þeim til hamingju með langþráðan og glæsilegan sigur í dag.  Strax á eftir eða klukkan 18:00 bíður KA svo bæði karla- og kvennaliðinu til matarveislu í KA heimilnu.

Vonumst til að sjá sem flesta koma og samgleðjast með strákunum. 

Til hamingju strákar og til hamingju KA menn. 

Stjórnir KA