Fréttir

KA Deildarmeistari í blaki karla

KA varð í gærkvöldi Deildarmeistari í Mizunodeild karla í blaki en þetta varð ljóst eftir að HK sem situr í 2. sæti deildarinnar tapaði gegn Aftureldingu. KA liðið sem hefur aðeins tapað einum leik í vetur er með 32 stig í efsta sæti en HK er með 18 stig og getur ekki lengur náð KA að stigum

Dregið í Kjörísbikarnum í blaki

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blaki. Bæði lið KA voru að sjálfsögðu í pottinum en karlalið KA er eins og flestir vita ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið bikarkeppnina þrisvar á síðustu fjórum árum

Sannfærandi 0-3 sigur á Þrótti Reykjavík

Kvennalið KA í blaki lék í dag lokaleik sinn fyrir NEVZA Evrópukeppnina þegar liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Mizunodeildinni. Fyrr um helgina hafði liðið unnið góða sigra á Álftanesi og Álftanesi 2 en KA og HK eru í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og mátti okkar lið alls ekki misstíga sig í leik dagsins

Annar 0-3 sigur og stelpurnar áfram í bikarnum

Annan daginn í röð voru leikir hjá karla- og kvennaliðum okkar í blaki á Álftanesi. Karlaliðið mætti heimamönnum aftur í Mizunodeildinni en kvennaliðið okkar mætti Álftanesi 2 í Kjörísbikarnum. Bæði lið unnu 0-3 sigra í gær og mátti því reikna með áframhaldandi sigurgöngu í dag

Tveir góðir 0-3 sigrar á Álftanesi

Það er töluvert álag á blakliðum KA þessa dagana en bæði karla- og kvennalið KA eru á toppi Mizunodeildanna og eru að fara í gegnum strembið leikjaprógram til að geta komist í NEVZA Evrópukeppnina í byrjun febrúar. Í kvöld sóttu bæði lið Álftanes heim og máttu hvorugt við því að misstíga sig

Stór blakhelgi fyrir sunnan hjá báðum liðum

Karla- og kvennalið KA í blaki leika bæði fyrir sunnan um helgina, karlarnir leika tvo leiki en konurnar leika þrjá leiki. Stutt er síðan bæði lið léku toppslagi gegn HK og því töluvert álag á leikmönnum þessa dagana en þetta verða síðustu leikir liðanna fyrir NEVZA Evrópukeppnina sem liðin taka þátt í á næstunni í Danmörku

Komdu í blak, frítt að prófa!

Blakdeild KA er með öflugt og metnaðarfullt starf hvort sem er í meistaraflokki eða yngri flokkum bæði hjá strákum og stelpum. Blak er ákaflega skemmtileg íþrótt sem er ansi frábrugðin öðrum greinum og viljum við benda ungum iðkendum á að frítt er að koma og prófa blak hjá KA

Blakdeild KA og Avis með styrktarsamning

Blakdeild KA gat ekki bara glaðst yfir þremur frábærum sigrum hjá karla- og kvennaliðum sínum um helgina því deildin skrifaði undir nýjan og glæsilegan styrktarsamning við Avis bílaleigu. Blakdeild KA rekur gríðarlega metnaðarfullt starf en bæði karla- og kvennalið liðsins eru í efsta sæti Mizunodeildanna auk þess sem þau munu bæði keppa í Evrópukeppni í upphafi febrúar

Deildartitillinn í augsýn eftir 3-0 sigur

KA tók aftur á móti HK í toppslag Mizunodeildar karla í dag en liðið hafði deginum áður unnið 3-2 sigur í svakalegum leik liðanna. Gestirnir urðu að vinna leikinn og það með þriggja stiga sigri til að hanga í KA í toppbaráttu deildarinnar og úr varð hörkuleikur tveggja bestu blakliða landsins

KA vann uppgjör toppliðanna 3-0!

Það var annar risaslagur í blakinu í dag þegar KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna. Rétt eins og hjá körlunum var um uppgjör toppliðanna tveggja að ræða en í þetta skiptið var það KA liðið sem var undir meiri pressu að sækja sigurinn. KA var á toppi deildarinnar með stigi meira en HK en hafði leikið einum leik meira