Fréttir

Fyrsti heimaleikur strákanna í kvöld

KA tekur á móti Aftureldingu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er spennandi vetur framundan en töluverðar breytingar hafa orðið á KA liðinu frá síðustu leiktíð en þrátt fyrir það stóðu strákarnir vel í þreföldum meisturum Hamars í leik Meistara Meistaranna á dögunum

Sjö leikmenn semja hjá karlaliði KA

Sjö leikmenn skrifuðu á dögunum undir samning hjá karlaliði KA í blaki en fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni er í KA-Heimilinu á morgun, föstudag, klukkan 20:15 og eru nokkrar breytingar á liðinu fyrir komandi átök

Ársmiðasalan er hafin fyrir blakveislu vetrarins!

Blakveislan hefst á föstudaginn þegar KA tekur á móti Aftureldingu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla klukkan 20:15. Það er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði karla- og kvennaliði KA og því eina vitið að tryggja sér ársmiða og vera með í allan vetur

KA Meistari Meistaranna í blaki kvenna (myndir)

KA hampaði fyrsta titli vetrarins í blaki kvenna eftir magnaðan leik gegn Aftureldingu í KA-Heimilinu á laugardaginn. Þarna mættust tvö bestu lið síðasta tímabils í uppgjöri Meistara Meistaranna og úr varð stórkostlegur leikur. Síðar um kvöldið mættust svo karlalið KA og Hamars

KA-TV sýnir Meistarakeppnina gegn gjaldi

Karla- og kvennalið KA í blaki berjast um titilinn Meistari Meistaranna í KA-Heimilinu í dag og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja liðin okkar til sigurs

Meistari Meistaranna á laugardaginn

Blaktímabilið fer af stað á laugardaginn þegar bæði karla- og kvennalið KA leika um titilinn Meistari Meistaranna og fara báðir leikir fram í KA-Heimilinu. Það má búast við hörkuleikjum enda fyrstu titlar vetrarins í húfi og leikmenn spenntir að hefja tímabilið

Jóna Margrét á reynslu hjá Cartagena

Jóna Margrét Arnarsdóttir æfir þessa dagana með spænska liðinu FC Cartagena þar sem hún er nú á reynslu. Jóna hefur staðið í ströngu í sumar með A-landsliði Íslands í blaki í undankeppni EM og fær núna þetta spennandi tækifæri hjá öflugu liði Cartagena

Mateo og Oscar taka við U17 landsliðunum

Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernandez Celis hafa tekið við þjálfun hjá U17 ára landsliðum Íslands í blaki. Mateo þjálfar stúlknalandsliðið en Mateo er einnig spilandi þjálfari karlaliðs KA og svo þjálfari kvennaliðs KA og hefur heldur betur sannað sig sem einn besti blakþjálfari landsins

Valdís og Jóna í eldlínunni með landsliðinu

Kvennalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu þessa dagana en liðið leikur í undankeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Tékklandi, Svartfjallalandi og Finnlandi. KA á tvo fulltrúa í landsliðshópnum en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir