Fréttir

Karlalið KA tyllti sér á topp MIKASA deildarinnar með fræknum sigri á HK

Fyrir leikinn voru lið KA og HK voru efst og jöfn í MIKASA deild karla - bæði með 8 stig eftir 5 leiki.  Leikurinn var því sálfræðilega mikilvægur ekki síst fyrir KA menn sem töpuðu fyrir HK fyrir nokkrum vikum á heimavelli. Leikurinn var spennandi sérstaklega í lok fjórðu hrinu þar sem HK hafði yfirhöndina 23-21.

Tap og sigur gegn HK

Kvennalið KA tapaði fyrir sterku liði HK í dag 3-0 (25-17)(25-10)(25-15). Hið unga KA lið mætti þarna ofjörlum sínum. Meira um leikinn síðar. Strákarnir aftur á móti hefndu ófaranna gegn HK í síðasta leik gegn þeim og unnu nokkuð öruggan 3-1 sigur.

Bein útsending af leikjum KA í blakinu á SportTV

SportTV hefur hafið beinar útsendingar á netinu af leikjum í blakinu á http://www.sporttv.is/.  Leikur KA og Fylkis kvenna var sýndur í gær og væntanlega kemur upptaka af leiknum inn á vefinn fljótlega.  Leikur KA og HK karla verður sýndur í dag laugardag kl. 16:00. Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir íslenska blakáhugamenn enda hafa sjónvarpsstöðvar lítið sinnt íþróttinni síðustu ár.  Þessari nýbreyttni hefur verið afar vel tekið af blakáhugamönnum. Hér má finna upptöku af leik KA og HK frá 12. desember. http://www.sporttv.is/category.aspx?catID=247  

Fyrsti tapleikur kvennaliðs KA

KA stúlkur töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Fylki í gærkvöldi 3-0 (25-18)(25-22)(25-18).  KA stúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og virkuðu þreyttar eftir ferðalagið að norðan.  Marek Bernat þjálfari KA fékk gult og síðan rautt spjaldi í leiknum fyrir að mótmæla dómi.  Hann tekur út eins leiks bann vegna þessa í leik KA og HK í dag.