Fréttir

Æfingagjöld yngriflokka

Nú er komið að innheimtu æfingagjalda yngriflokka fyrir fyrri önnina. Við biðjum foreldra að greiða sem fyrst.

KA - vann seinni leikin 3-1

Laugardagur 18. okt - Digranes KA vann HK öðru sinni á tveimur dögum en sigurinn var langt því frá auðveldur og HK menn voru KA mönnum erfiðir. Nokkur haustbragur var á KA liðinu tveimur fyrstu leikjum vetrarins en vonandi slípast liðið þegar á líður.

Sigur hjá KA gegn HK í fyrsta leik

Föstudagur 17. okt. - Digranes KA menn höfðu sigur í fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn HK en leikurinn fór fram á föstudagskvölið í Digranesi. Þjóðverjinn Ulrich Frank Wohlrab spilaði sinn fyrsta leik með KA og fékk óvænt stórt hlutverk í leiknum í fjarveru Kristjáns Valdimarssonar sem ekki gat spilað vegna veikinda. KA menn fara því vel af stað í mótinu og eru greinilega til alls líklegir í ár.

HK-KA í Digranesi um helgina

Karlalið KA fer suður í dag til að keppa sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu á þessari leiktíð. KA teflir fram að mestu sama mannskap og í fyrra en þó verður Davíð Búi Halldórsson ekki með fyrsta kastið en hann mun koma inn í liðið þegar líður á tímabilið. KA menn hafa þó fengið nokkra nýja leikmenn í sínar raðir þar á meðal einn útlending.

Kvennalið KA náði góðum árangri í Brosbikarnum

KA sendi sitt unga kvennalið í Brosbikarkeppni BLÍ sem fram fór í Ólafsvík um helgina.  Liðið spilar í 2. deild í vetur, eins og í fyrra, og er einungis skipað leikmönnum á aldrinum 14-19 ára. Liðið stóð sig í raun frábærlega á mótinu og lagði lið HK 2-1 á föstudaginn og stóð verulega uppi í hárinu á liði Þróttar frá Neskaupstað en tapaði þó 2-1. 

Karlalið KA fer vel af stað í Brosbikarnum

Leiktímabilið í blakinu hófst um helgina þegar fyrra úrtökumótið Brosbikarnum fór fram í Ólafsvík.  Leikið var í tveimur riðlum og var KA í riðli með Fylki og HK. Leikin var tvöföld umferð en leikirnir voru styttri  en vant er en leikið var upp á 2 hrinur unnar í staðinn fyrir 3 hrinur unnar eins og í Íslandsmótinu.  Gengi KA var upp og ofan í mótinu en liðnu tókst engu að síður að vinna sinn riðil tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitum Brosbikarsins.

Brosbikarinn um helgina í Ólafsvík

Karla- og kvennalið KA spila sína fyrstu leiki í vetur nú um helgina þegar þau halda vestur á Snæfellsnes til að spila í Brosbikarkeppninni. Karlaliðið er í riðli með Fylki og HK og verður að teljast sigurstranglegast í sínum riðli. Í hinum riðlinum er Stjarnan líkleg til afreka en þar eru líka Þróttur Reykjavík og UMFG. Kvennaliðið er í riðli með HK Utd, Þrótti Neskaupstað og Þrótti Reykjavík C. Í hinum riðlinum eru HK, Fylkir, Stjarnan og Þróttur Reykjavík.

KA dagurinn - laugardaginn 11. október

Minnum á KA daginn á laugardag milli 11:00 0g 14:00. Það væri gaman að sjá sem flesta krakka og foreldra. Við verðum með ýmislegt KA dót til sölu og hægt verður að greiða æfingagjöld og nýir iðkendur fá afhenta bolta um leið og greitt er.  Síðan leikum við okkur eitthvað í salnum.