21.04.2008
Lið frá Blakdeild KA náðu frábærum árangri á yngriflokkamóti BLÍ sem fór fram um helgina í Mosfellsbæ. Annar
flokkur karla vann HK örugglega 3-0 í síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en liðið hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir
leikinn. Þriðji flokkur kvenna átti frábært mót, vann alla sína leiki og vann sig upp úr þriðja sæti, frá fyrra
móti ársins, í það fyrsta. Fimmti flokkur a liða vann alla sýna leiki og tryggði sér Íslandsmeistartitilinn af öryggi.
Fjórði flokkur kvenna fékk bronsverðlaun. Blakdeild KA hefur aldrei fengið jafn marga Íslandsmeistaratitla á einu og sama árinu í
yngriflokkum.
09.04.2008
Í kvöld lék KA gegn Þrótti Rvík. í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA menn þurftu sigur til að
knýja fram oddaleik á Akureyri, eftir tapið á sunnudaginn. Skemmst er frá að segja að leikurinn var æsispennandi frá fyrstu
mínútu. Skiptust liðin á að vinna og þurfti oddahrinu til að skera úr um sigur og í henni hafði
Þróttur betur. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Þrótt og KA menn eru úr leik í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.
08.04.2008
Það er að duga eða drepast fyrir KA í úrslitakeppninni í blaki í kvöld en liðið mætir Þrótti Reykjavík í
úrslitakeppninni í blaki. Þróttur vann fyrsta leik liðanna 3-0 í hörkuleik og það er ljóst að hart verður barist i kvöld um
sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn er kl. 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans að Háteigsvegi
í Reykjavík í kvöld. Við hvetjum KA menn í Rvk. að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana.
06.04.2008
Leikurinn fer fram í KA heimilinu á Akureyri kl. 13:00 næstkomandi sunnudag 6. apríl. Búast má við spennandi leik en liðin hafa skiptst á
að vinna hvort annað í vetur en KA vann sér heimaleikja rétt í þriðja leik ef til hans kemur með því að leggja Stjörnuna 3-2 um
síðustu helgi. Við hvetjum alla KA menn til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.
06.04.2008
KA-Þróttur R 0:3 (19-25, 20-25, 23-25)
KA átti ekki góðan dag gegn Þrótti og tapaði illa 0:3. Annar leikur í einvíginu er fyrir sunnan á þriðjudag og ef KA nær
sigri þar þá verður úrslitaleikurinn fyrir norðan á fimmtudag.
Stig KA (sókn-hávörn-uppgjöf): Piotr Kampisty 14 (14-0-0), Davíð Búi Halldórsson 7 (7-0-0), Filip Szewczyk 7 (3-2-2), Kristján Valdimarsson 4
(3-0-1), Hafsteinn Valdimarsson 3 (3-0-0), Hilmar Sigurjónsson 2 (1-0-1). Mistök andstæðinga 25.