Fréttir

Fimm leikmenn frá KA til Englands með U-19

Fimm leikmenn frá KA eru farin á vit ævintýranna með U-19 ára landsliðunum á NEVZA mót í Kettering á Englandi. Mótið fer fram 27.-31. október. Þetta eru þau Valþór Ingi Karlsson, Þórarinn Örn Jónsson, Hildur Davíðsdóttir, Unnur Árnadóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir. Margrét Jónsdóttir fer með sem fararstjóri liðanna. Þess má geta að Þórarinn Örn fór fyrr í mánuðinum með U-17 ára liðinu til Danmerkur. Efnilegt fólk hér á ferð. Gangi ykkur vel og komið heil heim.

U17 til Ikast í Danmörku

KA á einn fulltrúa drengja í landsliði U17 sem hélt til Ikast í Danmörku í morgun, hinn sextán ára Þórarin Örn Jónsson. U17 lið drengja og stúlkna taka þar þátt í NEVZA keppni sem fer fram dagana 18.-20. október. Sjá frétt á heimasíðu blaksambands Íslands.

Sigur og töp um helgina hjá blakliðunum

Karla- og kvennalið KA mættu HK tvívegis um helgina í Mizuno-deildunum.