01.04.2023
Kvennalið KA í blaki hampaði Deildarmeistaratitlinum í dag eftir frábæran 3-1 sigur á liði Álftanes í hreinum úrslitaleik um titilinn en leikurinn var lokaleikur liðanna í deildinni. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því ljóst að sigurliðið færi heim með bikarinn
30.03.2023
KA og Álftanes mætast í hreinum úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu á laugardaginn klukkan 13:00. Leikurinn er síðasti leikur liðanna í deildarkeppninni og eru þau jöfn að stigum fyrir leikinn og því ljóst að það lið sem fer með sigur af hólmi verður Deildarmeistari
22.03.2023
Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Hamar í fyrsta leik krossspils efstu liðanna í úrvalsdeild karla í blaki klukkan 20:15. Efstu þrjú lið deildarinnar mætast innbyrðis í krossspilinu og fáum við því rosalega leiki í lok deildarinnar
10.03.2023
KA leikur til úrslita í Kjörísbikarnum í blaki kvenna en stelpurnar okkar tryggðu sig í úrslitaleikinn með afar sannfærandi 3-0 sigri á Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum í dag. Sigur stelpnanna var í raun aldrei í hættu og alveg ljóst að stelpurnar ætla sér að verja bikarmeistaratitilinn
09.03.2023
KA Podcastið hefur göngu sína að nýju enda blakveisla framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram. Veislan hefst kl. 17:30 í dag þegar karlalið KA mætir Vestra og á morgun, föstudag, mætir kvennalið KA liði Þróttar Fjarðabyggðar kl. 20:15
09.03.2023
Úrslitahelgi Kjörísbikarsins í blaki er runnin upp og strákarnir okkar ríða á vaðið klukkan 17:30 þegar þeir mæta liði Vestra í undanúrslitunum í dag. Á morgun, föstudag, leika svo stelpurnar okkar gegn Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum kvenna kl. 20:15 og ekki spurning að bæði lið ætla sér í úrslitaleikinn
01.03.2023
Dregið var í undanúrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blakinu í dag og voru bæði lið KA að sjálfsögðu í pottinum og eðlilega mikil eftirvænting í loftinu. Það eru landsbyggðarslagir framundan en karlalið KA mætir liði Vestra og kvennaliðið mætir Þrótti Fjarðabyggð