30.06.2008
Frá og með fimmtudeginum 3. júlí verða æfingar yngriflokka í strandblaki kl 19:00-20:30 á mánudögum og fimmtudögum bæði
fyrir stráka og stelpur. Vinsamlegast klæðið ykkur í samræmi við veður.
19.06.2008
Þá eru strandblaksæfingarnar að hefjast hjá Blakdeild KA. Fyrsta æfingin verður núna á föstudaginn 20. júní á
strandblaksvellinum við KA heimilið. Það eiga allir að mæta á sama tíma (strákar og stelpur) á fyrstu æfinguna kl. 17:30-19:00.
08.06.2008
Þrír leikmenn voru valdi á dögunum í A-landslið karla í blaki. Þetta eru þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir sem eru eru
nýliðar í landsliðinu og Hilmar Sigurjónsson.
Landsliðið tók þátt í forkeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fór nú um helgina á Möltu. Skemmst
er frá því að segja að liðið náði mjög góðum árangri á mótinu og lent í 2. sæti í riðlinum
og heldur til Luxemborgar á næsta ári í úrslitariðilinn. Nánari fréttir af leikjum liðsins má sjá á http://www.bli.is/