29.11.2007
KA menn léku við Þrótt helgina 16-17 nóvember en það gekk ekki vel hjá KA mönnum þar sem þeir töpuðu báðum leikjunum 3-0 og 3-0.
16.11.2007
Um helgina mætast lið Þróttar R. og KA í blaki. Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna á þessu tímabili og eru bæði við toppinn. KA menn eru í öðru sætinu með 9 stig eftir 4 leiki en lið Þróttar kemur í humátt á eftir með 7 stig en eiga leik til góða. Gengi þessara liða var mjög ólíkt í fyrra en þá endaði KA í þriðja sæti í deild og tapaði naumlega fyrir HK í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þróttara liðið átti hins vegar í ströggli allt tímabilið og endaði að lokum í neðsta sæti án sigurs. KA menn unnu alla leiki liðana í fyrra en þeir enduðu 3-0, 3-2, 3-0, og 3-2.
06.11.2007
Sex lið fara fyrra Íslandsmót yngriflokka sem haldið verður á Neskaupstað um helgina. Alls fra 37 keppendur frá KA í 3. - 5. flokki sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár.