12.01.2025
Julia Bonet Carreras úr blakdeild KA var í dag kjörin íþróttakona KA fyrir árið 2024. Önnur í kjörinu var lyftingakonan Drífa Ríkarðsdóttir og þriðja var handknattleikskonan Anna Þyrí Halldórsdóttir
22.12.2017
Það er vefsíðu KA sannur heiður að fá að tilkynna um íþróttamenn deilda KA fyrir árið 2017. Þessir þrír íþróttamenn munu svo berjast um að vera útnefndur íþróttamaður KA en það verður tilkynnt á afmæli KA þann 13. janúar næstkomandi.
19.12.2017
Úrvalslið Mizunodeilda karla og kvenna voru tilkynnt í hádeginu. KA á þarf 6 leikmenn og þjálfara.
03.10.2017
KA menn og konur, nú hefst blaktímabilið! Ykkar stuðningur er gríðarlega mikilvægur - sjáumst í stúkunni!
04.12.2016
Þrír blakarar hlutu styrk í flokknum ungir afreksmenn.
02.12.2016
Öldungalið KA í blaki tekur þátt í Kjörís bikarnum 2016-2017 og mæta kempurnar liði Eflingar úr Reykjadal í KA heimilinu í kvöld klukkan 20:15. Leikurinn er í beinni útsendingu hér á síðunni
26.10.2016
Fimm leikmenn frá KA eru farin á vit ævintýranna með U-19 ára landsliðunum á NEVZA mót í Kettering á Englandi. Mótið fer fram 27.-31. október. Þetta eru þau Valþór Ingi Karlsson, Þórarinn Örn Jónsson, Hildur Davíðsdóttir, Unnur Árnadóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir. Margrét Jónsdóttir fer með sem fararstjóri liðanna. Þess má geta að Þórarinn Örn fór fyrr í mánuðinum með U-17 ára liðinu til Danmerkur. Efnilegt fólk hér á ferð. Gangi ykkur vel og komið heil heim.
07.06.2016
Í dag fara fram æfingabúðir í blaki í KA heimilinu fyrir börn fædd 1999 - 2005. Þátttakendur eru um 30 og koma víðsvegar af Norðurlandi, allt frá Siglufirði til Þórshafnar. Umsjón með búðunum hefur Piotr Kempisty en Daniele Capriotti landsliðsþjálfari stjórnar æfingunum. ENOR býður þátttakendum upp á mat í hléi.
04.04.2016
3. flokkur kvenna gerði góða ferð á Íslandsmót í 2. og 3. flokki um helgina. Þróttur Reykjavík hélt mótið og var spilað í Laugardalshöll. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki í annarri deild, 2-0. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Á myndina vantar Andreu og Arnrúnu Eik.