KA - HK
23.09.2012
KA sigraði HK 3-2 í fyrsta leik vetrarins í Mikasa-deildinni í blaki. KA vann fyrstu tvær hrinurnar 25-22 og 25-17 en töpuðu næstu tveimur 19-25 og
17-25 og þurfti því oddahrinu til að ná fram úrslitum. Bæði liðin ætluðu sér sigur í þessum fyrsta leik en eftir mikla
baráttu unnu KA menn 15-10. Stigahæstu leikmenn KA voru Piotr Kempisty með 38 stig, Ævarr Freyr Birgisson með 11 stig og Filip Szewczyk og Árni Björnsson
með 5 stig hvor. Í liði HK voru stigahæstir þeir Alexander Stefánsson með 17 stig, Brynjar Pétursson með10 stig og Aðalsteinn Eymundsson 8
stig.
Í kvennaflokki mættust einnig KA og HK. HK sigraði 3-0 og fóru hrinurnar 25-11, 25-16 og 25-16. Stigahæstu leikmenn KA voru Alda Ólína
Arnarsdóttir með 8 stig, Arnrún Eik Guðmundsdóttir með 5 stig og Hafrún Hálfdánardóttir 4 stig. Þess má geta að
Arnrún Eik er yngsti leikmaður KA aðeins 13 ára og gríðarlega efnileg. Stigahæstu leikmenn HK voru Fríða Sigurðardóttir með 12 stig,
Laufey Sigmundsdóttir og Pálmey Pálmadóttir með 6 stig hvor.