Fréttir

Blakveisla um helgina í KA-Heimilinu

Það verður nóg um að vera í blakinu í KA-Heimilinu um helgina þegar alls þrír heimaleikir í meistaraflokki fara fram. Helgin hefst kl. 15:00 á laugardeginum þegar kvennalið KA tekur á móti Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og ætla sér klárlega að halda því áfram

Vel heppnað Íslandsmót í 3. og 5. flokki á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í 3. og 5. flokki í blaki sem og skemmtimót fyrir 6. flokk. KA hélt utan um mótin sem fóru fram bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Keppendur voru um 170 hressir krakkar frá Kópavogi, Siglufirði, Húsavík, Neskaupstað, Seyðisfirði, Vopnafirði og Ísafirði

Valdís og Gísli léku með U19 á Norðurlandamótinu

KA átti tvo fulltrúa með U19 ára landsliðum Íslands í blaki sem tóku þátt í Norðurlandamóti NEVZA sem fram fór í Finnlandi á dögunum. Þetta voru þau Gísli Marteinn Baldvinsson og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og stóðu þau sig bæði með prýði

Flottur árangur U-17 á Norðurlandamótinu

U-17 ára landslið karla og kvenna í blaki luku í dag keppni á Nevza Norðurlandamótinu sem fram fór í Ikast í Danmörku. KA átti þrjá fulltrúa í hópnum en það voru þau Sölvi Páll Sigurpálsson, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir

Yngriflokkamót í blaki 25.-27. okt

Blakdeild KA býður 3. og 5. flokk velkomin á Íslandsmót á Akureyri helgina 25. - 27. október 2019. Einnig verður boðið upp á skemmtimót í 6. flokki (ef þátttaka næst)

Myndaveisla frá sigri KA á Álftanes

KA vann afar góðan 3-0 sigur á Álftnesingum í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. KA er því áfram með fullt hús stiga á toppi Mizunodeildar kvenna í blakinu og ljóst að okkar öfluga lið er staðráðið í því að verja Deildarmeistaratitilinn sem liðið vann ásamt öllum öðrum titlum síðasta tímabils

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í kvöld

Kvennalið KA í blaki tekur á móti Álftanesi í KA-Heimilinu í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins. Stelpurnar unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins og eru því á toppi deildarinnar en þurfa að halda áfram í kvöld gegn öflugu liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 20:15

Tveir sigrar og eitt tap í Færeyjum

Íslenska karlalandsliðið í blaki lék í Evrópukeppni Smáþjóða sem var haldin í Færeyjum og átti KA alls fjóra fulltrúa í hópnum. Þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson léku með liðinu og þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo stýrðu liðinu

Birkir og Gunnar til Færeyja með landsliðinu

Karlalandslið Íslands í blaki karla heldur til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en þjálfarar landsliðsins eru þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo auk þess sem þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson eru í hópnum