Lokahóf yngriflokka
22.05.2006
Nýliðinn vetur hjá yngriflokkum KA í blaki var heldur rýrari í verðlaunum talið en stundum áður en þó náðist ágætur árangur í nokkrum flokkum á Íslandsmótunum tveimur í nóvember og apríl. Fimmti fl. b-liða náði bronsverlaunum í mjög sterkri deild b-liða og 3. fl. kvenna náði silfurverðlaunum í sínum flokki. Einnig náði 2. fl. karla silfurverðlaunum í sínum flokki.