Fréttir

Forvalshópar U17 og U19 í blaki

Framundan eru Norðurlandamót U17 og U19 í blaki og hafa landsliðsþjálfararnir valið í æfingahópa. Blakdeild KA á þar marga fulltrúa eins og oft áður. Í æfingahópi U17 karla eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Sigurjón Karl Viðarsson, Sævar Karl Randversson, Valþór Ingi Karlsson, Vigfús Jónbergsson og Ævarr Freyr Birgisson. Þjálfari er Natalia Ravva. Í æfingahópi U17 kvenna eru þær Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Sóley Ásta Sigvaldadóttir. Þjálfari er Miglena Apostolova. Sömu drengir eru í æfingahópi U19 en þjálfari þeirra er Filip Sczewzyk sem er einnig þjálfari karlaliðs KA. Þær sem voru valdar til æfinga í U19 kvenna voru þær Alda Ólína Arnarsdóttir, Ásta Lilja Harðardóttir, Hafrún Hálfdánardóttir og Hólmfríður Ásbjarnardóttir. Það er hins vegar bara Ásta sem gefur kost á sér þar sem hinar eru fjarri góðu gamni. Þjálfari þeirra er Emil Gunnarsson. Við bíðum spennt eftir endanlegri liðsskipan en U19 liðin halda til Ikast í Danmörku 14. október og U17 liðin til Kettering á Englandi 31. október.