22.09.2023
KA-TV mun sýna alla heimaleiki karla- og kvennaliðs KA í blaki beint í vetur. Til að ná upp í kostnað við útsendingarnar og vonandi til að geta bætt enn við umfangið kostar aðgangur að hverjum leik 800 krónur
09.09.2023
Blaktímabilið hefst formlega í dag með keppninni um meistara meistaranna. KA tekur á móti HK í kvennaflokki klukkan 16:30 og KA tekur á móti Hamar í karlaflokki. Báðir leikir fara fram í KA-heimilinu og af því tilefni fékk KA.is Miguel Mateo Castrillo til að svara nokkrum spurningum um komandi tímabil.
08.09.2023
Keppnin um meistara meistaranna fer fram á morgun, laugardag, í KA-heimilinu. Karlaliðið okkar tekur á móti Hamar frá Hveragerði kl. 19:00 en kl. 16:30 taka stelpurnar á móti HK.
Í tilefni þess fengum við Miguel Mateo, þjálfara beggja liða, til þess að fara aðeins yfir breytingarnar á liðunum fyrir komandi leiktíð
06.09.2023
Blakveisla vetrarins hefst í KA-Heimilinu á laugardaginn með leikjum Meistara Meistaranna en bæði karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni. Stelpurnar okkar mæta HK klukkan 16:30 og strákarnir mæta Hamarsmönnum klukkan 19:00