KA átti aldrei möguleika í fyrri leiknum sem fram fór á föstudagskvöld. Lokatölur urðu 8-25, 8-25 og 16-25. Kolbrún Jónsdóttir lék best KA stúlkna í leiknum og skoraði átta stig.
Hún náði sér aftur á móti engan vegin á strik í laugardagsleiknum en þrátt fyrir það átti liðið mun betri leik en kvöldið áður. Hrinunum lauk 16-25, 11-25 og 16-25 og því samanlagt 0-3. Natalia Gomzina og Heiða Einarsdóttir voru bestar í liði KA að þessu sinni.