Bein útsending - Blak karla í KA heimilinu í kvöld

Öldungalið KA í blaki tekur þátt í Kjörís bikarnum 2016-2017 og mæta kempurnar liði Eflingar úr Reykjadal í KA heimilinu í kvöld klukkan 20:15. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þarna verður um hörkuviðureign að ræða enda margar nafntogaðar blakkempur í lið KA-Ö.

Við ætlum að gera tilraun með að sýna leikinn í beinni útsendingu á KA TV og mun sú útsending hefjast skömmu fyrir leik.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni með því að smella hér.