Dagur í úrvalsliði EM - Ísland í 4. sæti

Dagur Árni Heimisson var í dag valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Dagur fór á kostum með íslenska liðinu sem endaði í 4. sæti mótsins en strákarnir voru sorglega nálægt því að tryggja brons í lokaleik mótsins
Lesa meira

Dagur, Jens og Maggi í undanúrslitum EM

Íslenska landsliðið í handbolta karla skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í undanúrslit Evrópumeistaramótsins sem haldið er í Podgorica í Svartfjallalandi. KA á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson
Lesa meira

Halli Bolli nýr liðsstjóri meistaraflokks karla

Haraldur Bolli Heimisson eða Halli Bolli eins og hann er iðulega kallaður hefur tekið við hlutverki liðsstjóra hjá meistaraflokki karla í handbolta. Þá mun hann einnig þjálfa 4. og 8. flokk hjá félaginu á komandi vetri
Lesa meira

Marcus Rättel til liðs við KA

Handknattleikslið KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök en Marcus Rättel hefur skrifað undir samning hjá félaginu. Marcus er 19 ára gamall örvhentur leikmaður sem kemur frá Eistlandi
Lesa meira

Opna Norðlenska hefst á nágrannaslag!

Handboltaveislan hefst á morgun, fimmtudag, þegar KA og Þór mætast í opnunarleik Opna Norðlenska mótsins. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og berjast liðin um sæti í úrslitaleik mótsins. Á föstudaginn mætast svo HK og Selfoss klukkan 18:00 í hinum undanúrslitaleik mótsins
Lesa meira

Susanne Pettersen til liðs við KA/Þór

Susanne Denise Pettersen hefur skrifað undir tveggja ára samning við kvennalið KA/Þórs. Susanne sem er 27 ára gömul vinstri skytta mun styrkja okkar unga og metnaðarfulla lið en hún kemur til liðs við KA/Þór frá norska liðinu Pors
Lesa meira

Leikjaplan strandhandboltamóts KA/Þórs

Á morgun, sunnudag, fer fram hið glæsilega strandhandboltamót sem KA/Þór stendur fyrir og er hluti af fjölskylduhátíðinni Ein með Öllu. Keppt er í þremur flokkum og ljóst að mikil eftirvænting er fyrir þessu skemmtilega móti
Lesa meira

Telma framlengir og nýr samningur við Sparisjóðinn

Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2025-2026. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór
Lesa meira

Strandhandboltamót KA/Þórs um Versló! (skráningarfrestur til föstudagsins 2. ágúst )

Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við Icewear, Poweraid, Bonaqua og Einni með öllu verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu.
Lesa meira

Anna Þyrí framlengir við KA/Þór!

Anna Þyrí Halldórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við KA/Þór og leikur hún því áfram með liðinu á komandi handboltavetri. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður Olísdeildarinnar undanfarin ár
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is