Fréttir

Tveir Íslandsmeistarar á Íslandsmóti yngriflokka

Glæsilegur árangur náðist hjá keppendum Júdódeildar KA um helgina þegar keppt var á Íslandsmóti yngri flokka 2025 en alls skilaði KA heim tvo Íslandsmeistaratitla, og tveimur silfurverðlaunum

Góður árangur KA keppenda í júdó á Vormóti JSÍ

Keppendur frá KA stóðu sig með prýði á nýafstöðnu Vormóti JSÍ sem haldið var hér á Akureyri. Félagið átti sex keppendur á mótinu sem allir náðu mjög góðum árangri í sínum flokkum. Nokkrir keppendanna kepptu í sínum fyrstu mótum og lögðu góðan grunn að frekari framförum í íþróttinni.

Unnar Þorgilsson í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó

KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !

Þröstur Leó Íslandsmeistari í júdó

Þröstur Leó Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í U15 ára um helgina. Þröstur sem hefur æft af kappi í vetur sigraði allar sínar viðureignir á Ippon. KA fór með tíu manna keppnishóp á Íslandsmótið og náði hópurinn frábærum árangri

Gylfi og Hannes keppa á RIG á morgun

Reykjavík International Games eða RIG fer fram á morgun, laugardag, og munu þeir Gylfi Rúnar Edduson og Hannes Snævar Sigmundsson keppa fyrir hönd júdódeildar KA. Gylfi mun keppa í flokki -73 kg og Hannes í -66 kg flokknum

Hekla, Gylfi og Birkir kepptu fyrir hönd Íslands

Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar

Komdu í júdó!

Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt

Allir keppendur KA á pall og Breki Íslandsmeistari

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim

Júdóæfingar falla niður

Sæl verið þið ágæta júdófólk og forráðamenn. Vegna þess ástands sem ríkir í nærumhverfi okkar og hertra reglna sem taka eiga gildi nú um miðnætti höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar frá og með deginum í dag (föstudag 30. október) þar til annað verður ákveðið.

Júdóæfingar hefjast á mánudag

Júdóæfingar hefjast næst komandi mánudag. Í boði eru æfingar frá 6-100 ára. Þjálfarar okkar verða þau Gunnar Örn Arnórssonog Berenika Bernat.