Fréttir

Nýjung í Nóra

Við viljum vekja athygli ykkar á appinu Nóri sem hugsað er fyrir foreldra. Þar getið þið skráð leyfi/veikindi fram í tímann, séð upplýsingar um netfang og símanúmer þjálfara. Einnig getið þið séð greiðslustöðu allra tímabila iðkenda ykkar í appinu. Enn ein nýjung bættist síðan við í síðustu viku en það er að þið getið séð daga og tíma allra iðkenda sem æfa júdó. Jafnvel látið símann minna ykkur á tíma ef svo ber undir.