Fréttir

Birgir Arngríms með silfur - Ingólfur meiddist á öxl

Birgir Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og landaði 2. sæti í judo á vormóti seniora um síðustu helgi. KA átti tvo keppendur, þá Birgi Arngrímsson og Ingólf Þór Hannesson. Báðir kepptu í -90 kg. flokki. Birgir sigraði allar sínar glímur á ippon nema á móti öflugum Grikkja sem sigraði flokkinn. Ingólfur Hannesson varð fyrir því óláni að meiðast á öxl í fyrstu glímu og gat því ekki tekið meira þátt í mótinu.

KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.