Fréttir

Glæsilegu og vel heppnuðu júdómóti er lokið

Glæsilegu og vel heppnuðu júdómóti er lokið. Júdódeild KA vill þakka öðrum klúbbum fyrir góða þátttöku og fyrir að vera til fyrirmyndar. Sérstakar þakkir fær Ágúst Stefánsson fyrir að standa vaktina fyrir KA TV.

Júdómót í KA-Heimilinu á Laugardaginn

Vormót Júdósambands Íslands í yngri flokkum verður haldið í KA-Heimilinu á laugardaginn. Þátttaka er góð og munu um 100 ungmenni taka þátt. Keppt verður í U13, U15, U18 og U21 árs aldursflokkum

Berenika komin með svarta beltið

Berenika Bernat júdókona í KA fékk um helgina svarta beltið þegar hún tók gráðuna 1. dan. Maya Staub var uke hjá henni og óskum við Bereniku til hamingju með áfangann og ljóst að þessi efnilega júdókona á framtíðina fyrir sér