Stórskemmtilegt Íslandsmót 11-14 ára, KA með helming allra gullverðlauna.
01.04.2012
Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í
bæði einstaklings-og liðakeppni. KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur
félög með minna. Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.