Fréttir

Jólamót júdódeildar KA

Jólamót júdódeildar KA var haldið í gær.  Alls tóku 69 krakkar þátt og var þeim skipt eftir getu þannig að sem jafnast yrði í hverjum flokki.  Óhætt er að segja að framtíðin sé björt ef litið er á þau tilþrif sem sáust á mótinu.  Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér

Helga kjörin júdókona Íslands árið 2010

Nú um helgina var tilkynnt val á júdókonu og júdómanni Íslands árið 2010. 

Helga stóð sig vel í Danmörku

Helga Hansdóttir náði þeim frábæra árangri að ná 1. og 3ja sæti á alþjóðlegu dönsku unglingameistaramóti í dag.  Hún keppti í aldursflokknum 17-21 árs en þar sem hún er aðeins 17 ára gömul gerir það árangur hennar enn glæsilegri. Helga sigraði opna flokkin í sínum aldursflokki og lenti í 3ja sæti í -63kg. flokki.  Helgu hefur gengið afar vel á alþjóðlegum mótum að undanförnu.  Hún lenti í 5. sæti á mjög stóru alþjóðlegu móti í Svíþjóð í haust.  Þar var hún aðeins hársbreidd frá þriðjasætinu.  Auk þess náði hún 3ja sæti á Norðurlandamótinu í vor. Júdódeild KA óskar Helgu til hamingju með árangurinn.

Kyu-mótið um helgina fellur niður vegna veðurs.

Kyu-mót JSÍ sem halda átti á Akureyri nú um helgina hefur verið frestað vegna veðurs.  Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri og að sjálfsögðu hér á Akureyri.

Júdóæfingar hefjast mánudaginn 6. september

Mánudaginn 6. september munu æfingar hefjast hjá öllum aldursflokkum júdódeildar KA.  Æfingagjöld í júdó eru þau sömu og hafa verið undanfarin ár.  Við leggjum mikið upp úr því að æfingagjöld séu í algjöru lágmarki svo að sem flestir geti æft júdó.    Æfingataflan er eftirfarandi:  

Sumaræfingar í júdó

Sumardgagskrá: Mánudaga kl. 20:00 - júdó Þriðjudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili Miðvikudaga kl. 20:00 - júdó Fimmtudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili Föstudaga kl. 20:00 - júdó Sunnudaga kl. 10:00 - þrek á Hrafnagili

Steinar Eyþór Valsson Norðurlandameistari í júdó yngi en 20 ára.

Í dag var framhaldið í Reykjavík Norðurlandamóti í júdó.  Í dag var keppt í aldursflokki yngri en 20 ára.  KA eignaðist þar sinn annan Norðurlandameistara á þessu móti er Steinar Eyþór Valsson sigraði með glæsibrag í -100kg.  Steinar er gríðarlega efnilegur júdómaður sem hefur alla burði til að verða verulega góður.

Hans Rúnar Norðurlandameistari í júdó 30 ára og eldri

Norðurlandamótið í júdó fer nú fram í Reykjavik.  Í dag var keppt í flokkum fullorðinna og 30 ára og eldri.  Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega í -73kg flokki karla eldri en 30 ára.  Hans sigraði norðmann í úrslitaglímunni með mjög sannfærandi hætti.

Það er komið sumarfrí hjá yngri flokkum í júdó.

Nú erum við komin í sumarfrí í júdó hjá yngri flokkum.  Meistaraflokkur æfir áfram í sumar en dagskráin hjá þeim breytist í næstu viku og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni eftir næstu helgi.

Mjög vel heppnuð lærdómsferð 9-14 ára júdókrakka.

Þeir júdókrakkar sem æfa með flokkum 9-14 ára hjá KA fóru til Reykjavíkur nú um helgina til þess að æfa með jafnöldrum sínum af öllu landinu.  Tilgangur ferðarinnar var að kynnast jafnöldrum sínum sem eru einnig að æfa júdó án þess að keppni sé blandað þar inn í.  Einnig að fá tækifæri til þess að læra af öðrum þjálfurum.