Fréttir

Íslandsmót fullorðinna í júdó, enn einn titill hjá Helgu.

Íslandsmót fullorðinna í júdófór fram í Reykjavík um helgina.  KA átti 10 keppendur á mótinu.  Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -57kg. flokki kvenna.  Frammistaða KA á mótinu var eftirfarandi:

Páskaæfingar

Næstu daga verða æfingar á öðrum tímum en venjulega.  Í dag (Skírdag) og á föstudaginn langa eru júdóæfingar kl. 12:00.  Við hvetjum alla til að mæta.  Hér koma nokkrar myndir frá júdóæfingu í gær.  

KA áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ

Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.  Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum.  Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu umferð.  Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust. Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR.  KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage.  Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.

Frábært hjá Helgu á Vormóti JSÍ

Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.