Góður árangur KA keppenda í júdó á Vormóti JSÍ

Júdódeild KA stóð hélt um helgina Vormót Júdósambands Íslands  en mótið var það stærsta sem haldið hefur verið á Akureyri síðustu áratugi. Tæplega 100 keppendur frá níu júdóklúbbum víðsvegar af landinu tóku þátt og fóru fram alls 112 glímur á mótinu. Mótið gekk mjög vel og fékk KA mikinn stuðning frá júdóklúbbi JRB sem flutti heilann keppnivöll með sér til Akureyrar og aðstoðaði við mótstjórn. Kunnum við þeim bestu þakkir sem og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við frágang, dómgæslu og annað.

Keppendur frá KA stóðu sig með prýði á nýafstöðnu Vormóti JSÍ sem haldið var hér á Akureyri. Félagið átti sex keppendur á mótinu sem allir náðu mjög góðum árangri í sínum flokkum. Nokkrir keppendanna kepptu í sínum fyrstu mótum og lögðu góðan grunn að frekari framförum í íþróttinni.

Árangur keppenda KA:

  • Valur Eiríksson - 1. sæti - Dr. U15 -42 kg
  • Vladyslava Ryzhkova - 1. sæti - St. U13 +70 kg
  • Bjarkan Ómarsson - 2. sæti - Dr. U15 -55 kg
  • Dagmar Steinþórsdóttir - 2. sæti - St. U13 +70 kg
  • Jóhanna Ágústsdóttir - 2. sæti - St. U13 -36 kg
  • Margrét Matthíasdóttir - 2. sæti - St. U18 -63 kg
  • Jón Skúlason - 4. sæti - Dr. U18 -66 kg í mjög sterkum þyngdarflokki.

Árangur keppenda KA á mótinu sýnir að júdódeild félagsins er að vaxa og dafna með ungu og efnilegu íþróttafólki. Þessi góði árangur er afrakstur góðrar og markvissrar þjálfunar og ástundunar keppendanna.
Óskum öllum keppendum KA til hamingju með frábæran árangur á mótinu. Við erum stolt af ykkur.

Í kjölfar mótsins hélt Júdódeild KA tveggja klukkustunda æfingu á sunnudeginum þar sem allir keppendur fengu tækifæri til að bæta tækni sína og læra af öðrum, en rúmlega 40 júdóiðkendur tóku þátt í æfingunni.