Glæsilegur árangur náðist hjá keppendum Júdódeildar KA um helgina þegar keppt var á Íslandsmóti yngri flokka 2025 en alls skilaði KA heim tvo Íslandsmeistaratitla, og tveimur silfurverðlaunum.
Dagmar Steinþórsdóttir Stóð sig frábærlega og landaði gullverðlaunum í stúlknaflokki U13 +70 kg. Dagmar sýndi mikinn styrk og góða tækni í öllum sínum viðureignum og stóð uppi sem sigurvegari.
Bjarkan Kató Ómarsson varð einnig Íslandsmeistari í sínum flokki, drengjaflokki U15 -55 kg. Bjarkan lagði alla sína andstæðinga og sýndi hve mikil framför hefur átt sér stað í þjálfun hans undanfarna mánuði.
Jóhanna Ágústsdóttir náði frábærum árangri með silfurverðlaun í flokki stúlkna U13 -36 kg, og Valur Eiríksson vann einnig til silfurverðlauna í drengjaflokki U15 -46 kg. Báðir keppendur sýndu mikinn dugnað og flott júdó í sterkum flokkum.
Jón Skúlason keppti í U18 -66 kg og endaði í 5. sæti eftir harða baráttu í gríðarlega sterkum -66 kg. flokki.
"Við erum ótrúlega stolt af keppendum okkar," segir þjálfari deildarinnar. "Þau hafa öll lagt mikla vinnu í æfingar og undirbúning fyrir mótið og það er frábært að sjá þessa vinnu skila sér í góðum árangri. Árangurinn er frábær fyrir deildina."
Júdódeild KA óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með frekari framförum þeirra á komandi mótum.