Fréttir

Líf og fjör á Norðurlandsmóti í júdó

Um helgina hélt júdódeild KA Norðurlandsmót í júdó í KA heimilinu. Alls voru 34 keppendur frá þremur klúbbum norðurlands, Pardusi frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauðárkróki auk júdódeildar KA. Langflestir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti og því mikil spenna og eftirvænting meðal keppenda. Þátttökuverðlaun voru veitt fyrir aldursflokkinn 6-10 ára. Tveir flokkar voru í ungmennaflokkum. Í -46kg flokki voru úrslit eftirfrandi: 1. Bjarkan Kató Ómarsson (KA), 2. Þröstur Leó Sigurðsson (KA), 3. Sigtryggur Kjartansson (KA). Í -50kg.: voru úrslit eftirfarandi: 1. Jón Ari Skúlason (KA), 2. Gísli Valberg Jóhannsson (KA) 3. Caitlynn Morrie Sandoval Mertola (Tindastóli). Í unglingaflokki í -73kg.: 1. Birkir Bergsveinsson (KA). 2. Þröstur Einarsson (Pardus) 3. Freyr Hugi Herbergsson (Tindastóll). Í fullorðins flokki í +100 kg.: 1. Björn Grétar Baldursson (KA). 2. Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson (KA) 3. Breki Mikael Adamsson (KA).