Fréttir

Lokahóf júdódeildar var haldið s.l. laugardag (Myndir)

Júdódeild KA fagnaði lokum vetrarins með því að halda júdómót fyrir yngstu iðkendur deildarinnar. Í kjölfarið var öllum iðkendum og foreldrum þeirra boðið í pizzuveislu. Nú fara allar júdóæfingar yngri iðkenda í sumarfrí en þráðurinn verður svo tekinn upp næsta haust.