Fréttir

Höldur og Hafnyt ehf styðja Júdódeild KA

Höldur og Hafnyt hafa fjármagnað kaup á vandaðri vog fyrir Júdódeild KA. Eins og flestir vita keppa júdómenn í þyngdarflokkum og því mikilvægt að hafa löglega vog við mótahald. Nákvæm vog er einnig gríðarlega mikilvæg fyrir allt afreksfólk okkar á keppnistímabilum.