Júdóæfingar fyrir 11-100 ára hefjast á mánudag
07.06.2020
Á morgun, mánudaginn 8. júní hefjast júdóæfingar. Æfingarnar verða með fremur óhefðbundnu sniði en aðeins einn aldursflokkur verður. Æfingar verða fyrir 11 ára (á árinu) og eldri þrisvar í viku. Æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:30. Æfingar verða fríar í sumar en eingöngu fyrir þá sem hafa æft áður og kunna eitthvað í júdó.