Fréttir

Myndir frá Kyu móti

 Henti inn nokkrum myndum til viðbótar frá mótinu. Þakka keppendum fyrir komuna og skemmtilegar glímur. Myndir

Úrslit og myndir frá kyu-mótinu í júdó

Kyu-mótið sem fram fór í júdósalnum í dag tókst mjög vel.  Félögin sem þátt tóku í mótinu voru KA, JR, ÍR, Ármann, UMFS, UMFG og Samherjar.  Fjöldi keppenda var 60 talsins. Í tengslum við mótið fór fram dómaranámskeið og að því loknu hefur júdódómurum á Akureyri fjölgað um 400%. Steinar Ólafsson ljósmyndari og gamalreyndur júdókappi tók mikið af fínum myndum á mótinu og er hægt að sjá þær á þessari slóð: http://123.is/steinaro Um sigurvegara í einstökum flokkum er hægt að lesa hér að neðan.

Kyu-mót í júdó á Akureyri 22. nóvember 2008

Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k.  Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti).  Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu.  Mótið hefst kl. 10:00.

Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga

Eftirfarandi frétt birtist á vef ruv.is.   Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga   Bjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL í Los Angeles árið 1984. Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri. Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.