Fréttir

Steinar Eyþór Valsson Norðurlandameistari í júdó yngi en 20 ára.

Í dag var framhaldið í Reykjavík Norðurlandamóti í júdó.  Í dag var keppt í aldursflokki yngri en 20 ára.  KA eignaðist þar sinn annan Norðurlandameistara á þessu móti er Steinar Eyþór Valsson sigraði með glæsibrag í -100kg.  Steinar er gríðarlega efnilegur júdómaður sem hefur alla burði til að verða verulega góður.

Hans Rúnar Norðurlandameistari í júdó 30 ára og eldri

Norðurlandamótið í júdó fer nú fram í Reykjavik.  Í dag var keppt í flokkum fullorðinna og 30 ára og eldri.  Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega í -73kg flokki karla eldri en 30 ára.  Hans sigraði norðmann í úrslitaglímunni með mjög sannfærandi hætti.

Það er komið sumarfrí hjá yngri flokkum í júdó.

Nú erum við komin í sumarfrí í júdó hjá yngri flokkum.  Meistaraflokkur æfir áfram í sumar en dagskráin hjá þeim breytist í næstu viku og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni eftir næstu helgi.

Mjög vel heppnuð lærdómsferð 9-14 ára júdókrakka.

Þeir júdókrakkar sem æfa með flokkum 9-14 ára hjá KA fóru til Reykjavíkur nú um helgina til þess að æfa með jafnöldrum sínum af öllu landinu.  Tilgangur ferðarinnar var að kynnast jafnöldrum sínum sem eru einnig að æfa júdó án þess að keppni sé blandað þar inn í.  Einnig að fá tækifæri til þess að læra af öðrum þjálfurum.

Skipting verðlauna á Íslandsmótum 2010

Nú þegar Íslandsmótum vetrarins er lokið þá er gaman að skoða hvernig skipting verðlauna hefur verið.  Hér á eftir er samantekt um skiptinguna: Félag: Gull: Silfur: Brons: Samtals: JR 22 16 13 51 KA 10 14 12 36 Ármann 11 5 5 21 ÍR 1 8 10 19 Selfoss 7 4 6 17 Grindavik 2 3 3 8 Þróttur   1 2 3 Samherjar 2     2 Vinir okkar í JR er með langbestan árangur og er ástæða til þess að óska þeim til hamingju með það.  Við í KA getum mjög vel við unað, við erum í öðru sæti og einnig getum við hæglega talið með okkar árangri fóstbræður okkar í Samherjum sem æfa með okkur.  Annars er ánægjulegt að sjá hversu mörg félög eru að standa sig vel, sérstaklega er fjöldi gullverðlauna hjá Selfyssingum verulega flottur.

Íslandsmót fullorðinna í júdó, 11 verðlaun.

Íslandsmót fullorðinna í júdó fór fram nú um helgina.  KA átti þar 12 keppendur og unnu þau til 11 verðlauna.  Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -63kg. flokki.  Árangur keppenda KA varð annars þessi:

KA-krakkar í miklu stuði á Íslandsmóti 11-14 ára í júdó.

Í dag fór fram Íslandsmót 11-14 ára í júdó og var mótið haldið á Akureyri.  Árangur þeirra varð eftirfarandi:

3 gull og fullt af silfri á Íslandsmóti 15-19 ára í júdó.

Íslandsmót 15-19 ára fór fram í Reykjavík um helgina.  KA átti 8 keppendur á mótinu.  Árangur þeirra varð eftirfarandi:

Mótaskrá JSÍ

Nú er mótaskrá JSÍ fyrir restina af þessu keppnistímabili komin á netið.   Hægt er að smella hér til að skoða pdf útgáfuna með öllum mótum og viðburðum, innlendum sem erlendum sem eru frá 1. janúar til 1. júní 2010. Til þess að skoða eingöngu innlenda viðburði er hægt að smella á tengilinn hér að ofan undir heitinu Mótaskrá JSÍ 

"Old-boys" æfingar hafnar í júdó.

Síðasta föstudag kl. 20:00 hófust "old-boys" æfingar hjá júdódeildinni.  Á fyrstu æfinguna mættu nokkrar gamlar kempur sem ekki hafa sést í júdógalla í allt of langan tíma.  Framhald verður á þessum æfingum og eru nýliðar einnig velkomnir en nú þegar hafa nokkir slíkir boðað komu sína.