Fréttir

Anna Soffía vann gull á RIG um helgina

Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn

Tíu frá júdódeild á Reykjavik International Games

Á laugardaginn mun tíu manna hópur keppa fyrir hönd KA á RIG eða Reykjavik International Games. Um er að ræða alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár er met þátttaka erlendra keppenda í júdó og hefur þátttaka þeirra verið að aukast með árunum og verða þeir nú um 50. Sýnt verður frá bronsglímum og úrslitaglímum á RÚV og hefst útsending klukkan 14:30 á laugardaginn.

Hrefna sæmd heiðursviðurkenningu ÍBA

Hrefna Gunnhildur Torfadóttir fyrrum formaður KA var í dag sæmd heiðursviðurkenningu Íþróttabandalags Akureyrar. Óhætt er að fullyrða að Hrefna hafi síðastliðin 40 ár verið áberandi í starfinu hjá KA, hvort sem það var við að selja tópas og aðgöngumiða á leiki í Íþróttaskemmunni eða þvo búninga og selja auglýsingar á þá fyrir handknattleiksdeild þá var Hrefna mætt

Filip í 2. sæti á hófi ÍBA, Martha og Alexander í 3. sæti

Íþróttamenn Akureyrar voru kjörnir í kvöld við hátíðlega athöfn í Hofi en ÍBA stendur fyrir valinu. Kjörið er kynjaskipt og átti KA að venju nokkra fulltrúa sem komu til greina. Filip Szewczyk blakkempa sem nýlega var kjörinn íþróttamaður KA varð í 2. sæti hjá körlunum og Alexander Heiðarsson júdókappi varð í 3. sætinu

Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp

Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda

Júdóæfingar hefjast

Næstkomandi mánudag (7. janúar) hefjast júdóæfingar eftir jólafrí. Tímar hópanna eru þeir sömu og á haustönn nema að krílahópur (4-5 ára) verða nú á föstudögum frá 16:15 til 17:00. Sjá æfingatöflu. Nýir iðkendur hjartanlega velkomnir.