Anna Soffía vann gull á RIG um helgina
29.01.2019
Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn