Fréttir

Afmælismót JSÍ

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum (U13/U15/U18/U21) var haldið í dag laugardaginn 17. febrúar. Mótið var afar fjölmennt og stóð frá kl. 10 til rúmlega 15. Það sáust margar glæsilegar viðureignir okkar lið stóð sig vel utan vallar sem innan. Hér má sjá keppendur og árangur KA manna: Berenika BERNAT (U18 63kg Gull og U21 63kg Gull) Hekla PÁLSDÓTTIR (U18 70kg Gull og U21 70kg Gull) Gylfi EDDUSON (U18 -50kg Silfur) Baldur GUÐMUNDSSON (U18-55kg Silfur) Birkir BERGSVEINSSON (U15 -46kg Silfur) Árni ARNARSSON (U18-60kg Silfur) Kristín GUÐJÓNSDÓTTIR (U18 21kg Brons) Snæbjörn BLISCHKE (U15 73kg 4. sæti)

Alexander keppir á Danish Open

Alexander Heiðarsson mun halda til Danmerkur á morgun þar sem hann mun taka þátt í Opna danska meistaramótinu í júdó. Hann fer til Danmerkur ásamt fimm öðrum landsliðsmönnum á vegum Júdósambands Íslands en keppir einn fyrir KA. Mótið er feiknar sterkt. Mótherjar hans eru ekki aðeins sterkustu júdómenn Skandinavíu heldur einnig Hollands og Bretlandseyja. Alexander keppir í flokki fullorðinna í -60kg á laugardeginum og á sunnudaginn keppir hann í undir 21 árs einnig í -60 kg. en sjálfur er hann 17 ára. Að móti loknu dvelur hann í æfingabúðum fram á miðvikudag. Sýnt verður beint frá mótinu og verður slóðina að finna á netinu á laugardaginn. Mótið fer fram í Vejle. Hér er slóðin þar sem finna má útsendinguna: https://www.facebook.com/MatsumaeCup.DanishOpen/ http://danishopenjudo.dk/