Fréttir

Sumaræfingar í júdó hefjast 10. júní

Júdódeild KA verður með sumaræfingar í sumar rétt eins og fyrri ár. Æfingarnar hefjast 10. júní næstkomandi og verður æft í Laugagötu rétt hjá Sundlauginni. Athugið að æfingarnar eru ekki kynjaskiptar

Keppa á BUDO NORD CUP í Svíðjóð

Á morgun hefst Budo-Nord CUP í Svíþjóð. Þar á Júdódeild KA fjóra fulltrúa en þátttakendur eru um 550 frá um 15 löndum.

Alexander með brons á Smáþjóðaleikunum

Alexander Heiðarsson vann til bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag í -60kg flokki.

Alexander á leið á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi.

Dagana 27. maí til 1. júní fara Smáþjóðaleikarnir fram í Svartfjallalandi. Þar mun Alexander Heiðarsson taka þátt en alls verða 120 íslenskir keppendur í hinum ýmsu greinum.

Gylfi og Berenika keppa í Finnlandi um helgina

Gylfi Edduson og Berenika Bernat taka þátt í Norðurlandamótinu í júdó sem haldið er í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Einnig munu fyrrum KA kempur þeir Breki Bernharðsson og Dofri Bragason taka þátt.