Fréttir

Jólamót 15-45 ára í júdó.

29. desember fór fram jólamót júdódeildar KA í elsta aldursflokknum.  Keppendur voru á aldrinum 15-45 ára.  Keppt var í tveimur flokkum karla, undir og yfir 80 kg, og einum flokki kvenna.  Um hörkumót var að ræða og er óhætt að segja að elstu þátttakendur hafi þurft að innbyrða slatta af verkjastillandi og bólgueyðandi lyfjum dagana eftir mótið.  Gömul júdókempa, Bjarni Steindórsson, tók myndir á mótinu og er hægt að skoða þær  hér. Annars gekk mótið fyrir sig með eftirfarandi hætti:

Gleðileg jól!

Júdódeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Jólamót

Hið árlega Jólamót var haldið í KA heimilinu um helgina. Keppendur voru 35 talsins og á aldrinum 5-13 ára. Áhorfendur voru fjölmargir og fylltu salinn. Fyrsta æfing eftir áramót er 5. janúar. Hilmar Trausti Harðarson

Tilkynning frá Ármenningum

Eftirfarandi tilkynning barst frá Yoshihiko Iura. Judodeild Ármanns býður júdóka í öllum félögum að mæta á sameinaða árslokaæfingu 2008 sem segir að neðan.  1. Dagur: 29 (mán)-30(þri).des.2008 2. Tími: 18:30-20:00 3. Staðurinn: Salurinn “Skellur” í Judodeildinni, kjallari í Laugaból, Laugardalnum 4. Æfing: Aðallega Randori æfing Allir aldursflokkar (Meistarar, Unglingar og Öldungar) karla og kvenna með allar gráður, 15 ára og eldri, eru velkomnir.

Hans Rúnar kominn með svart belti í júdó.

Þann 5. desember s.l. tók Hans Rúnar Snorrason gráðun 1. dan, eða svart belti.  Það sem merkilegt er við þessa gráðun að upphaflega stóð til að Hans tæki þetta próf fyrir tæpum 20 árum síðan. En þar sem að Hans var upptekinn við það að eignast 4 börn og læra til kennara þá frestaðist prófið "aðeins".  En betra er seint en aldrei.