Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag
24.03.2018
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason