Fréttir

Íslandsmót U20

Yngri flokkar KA gerðu góða ferð suður um helgina. Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.