Fréttir

Alexander og Berenika júdófólk KA 2018

Alexander Heiðarsson er júdómaður KA 2018 og Berenika Bernat er júdókona KA 2018. Þau eru vel að útnefningunum komin. Alexander var á árinu Íslandsmeistari í flokki fullorðinna í -66 kg flokki og Berenika varð Íslandsmeistari í undir 18 ára flokki, undir 21 árs flokki og opnum flokki fullorðinna. Alexander tók þátt í sex alþjóðlegum mótum og vann þar til tveggja verðlauna. Berenika tók þátt í tveimur alþjóðlegum mótum og stóð sig með sóma. Unnar Þorri Þorgilsson vann hinn árlega bikar sem gefinn er fyrir mestu framfarirnar KA óskar þeim öllum innilega til hamingju.

jólamót Júdódeildar KA

Sunnudaginn 16. desember verður jólamót Júdódeildar KA vera haldið. Mótið hefst kl 14:00 og verður haldið í KA heimilinu. Þetta er frábær vettvangur til þess að æfa sig að keppa, njóta þess að vera með og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Við hvetjum við alla júdóiðkendur (stelpur og stráka, karla og konur) til þess að taka þátt í honum með okkur.