Fréttir

KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í. Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!

Okkar júdómaður í Noregi góður.

Í dag fór fram sterkt júdómót í Þrándheimi í Noregi.  KA átti þar einn keppanda, Björn Harðarson (Blöndal).  Hann keppti í -73kg. flokki og sigraði alla andstæðinga sína á ippon og vann því til gullverðlauna.  Björn starfar sem verkfræðingur í Noregi og keppti að sjálfsögðu undir merkjum KA á mótinu eins og hann hefur alltaf gert, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í júdó.