Fréttir

Mótaskrá JSÍ

Nú er mótaskrá JSÍ fyrir restina af þessu keppnistímabili komin á netið.   Hægt er að smella hér til að skoða pdf útgáfuna með öllum mótum og viðburðum, innlendum sem erlendum sem eru frá 1. janúar til 1. júní 2010. Til þess að skoða eingöngu innlenda viðburði er hægt að smella á tengilinn hér að ofan undir heitinu Mótaskrá JSÍ 

"Old-boys" æfingar hafnar í júdó.

Síðasta föstudag kl. 20:00 hófust "old-boys" æfingar hjá júdódeildinni.  Á fyrstu æfinguna mættu nokkrar gamlar kempur sem ekki hafa sést í júdógalla í allt of langan tíma.  Framhald verður á þessum æfingum og eru nýliðar einnig velkomnir en nú þegar hafa nokkir slíkir boðað komu sína. 

Júdóstelpur öflugar

Um helgina fór fram Afmælismót JSÍ í aldursflokknum 15-19 ára.  KA átti 3 keppendur á mótinu, þær Helgu Hansdóttur, Fionu Ýr Sigurðardóttur og Kristínu Ástu Guðmundsdóttur.