Fréttir

Berenika komin með svarta beltið

Berenika Bernat júdókona í KA fékk um helgina svarta beltið þegar hún tók gráðuna 1. dan. Maya Staub var uke hjá henni og óskum við Bereniku til hamingju með áfangann og ljóst að þessi efnilega júdókona á framtíðina fyrir sér

Anna Soffía vann gull á RIG um helgina

Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn

Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp

Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda

Nýjung í Nóra

Við viljum vekja athygli ykkar á appinu Nóri sem hugsað er fyrir foreldra. Þar getið þið skráð leyfi/veikindi fram í tímann, séð upplýsingar um netfang og símanúmer þjálfara. Einnig getið þið séð greiðslustöðu allra tímabila iðkenda ykkar í appinu. Enn ein nýjung bættist síðan við í síðustu viku en það er að þið getið séð daga og tíma allra iðkenda sem æfa júdó. Jafnvel látið símann minna ykkur á tíma ef svo ber undir.

Æfingatafla Júdódeildar 2018-2019

Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 3. september næstkomandi en allar æfingar deildarinnar fara fram í íþróttahúsinu við Laugagötu. Mikill kraftur er í júdóstarfinu og er spennandi vetur framundan

Sumaræfingar hjá júdódeild KA

Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar

KA júdókonur með fjögur brons á NM

Norðurlandameistaramótið í júdó var haldið um helgina og átti júdódeild KA fjóra keppendur á því móti að auki sem Anna Soffía þjálfari og landsliðsþjálfari dró fram gallann fyrir sveitakeppnina. Alexander keppti í -60 kg flokki í undir 21 árs. Hann byrjaði af krafti og sigraði glímu á glæsilega en því miður var þetta ekki dagurinn hans og náði hann ekki á pall í þetta skipti, en hann hefur verið á palli á nánast öllum mótum sem hann hefur keppt á erlendis

Alexander með silfur á Budo-Nord Cup í Svíþjóð

Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum.

KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð

Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð. Þjálfarinn þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts. Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa.

Alexander og Berenika Íslandsmeistarar

Um helgina fór fram Íslandsmót fullorðinna í júdó en mótið var haldið í Laugardalshöll í Reykjavík. KA sendi 10 keppendur til leiks og kom heim með 2 Íslandsmeistaratitla, 2 silfur og 2 brons.