Fréttir

Byrjendaæfingar í judo

Judodeild KA er að fara af stað með byrjendaæfingar í judo fyrir 15 ára og eldri. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 17:30 - 18:30 og verða fram að jólum. Fyrsta æfing hefst miðvikudaginn 19. október. ATH! judogalli fylgi með æfingagjöldunum.

Judoæfingar eru að hefjast

Judoæfingar hefjast mánudaginn 22. ágúst í KA heimilinu. Judoæfingar eru fyrir alla einstaklinga frá 6 ára aldri (1. bekk). Við bjóðum alla velkomna að prófa, nýja sem gamla iðkendur.

Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.

Gylfi og Hannes keppa á RIG á morgun

Reykjavík International Games eða RIG fer fram á morgun, laugardag, og munu þeir Gylfi Rúnar Edduson og Hannes Snævar Sigmundsson keppa fyrir hönd júdódeildar KA. Gylfi mun keppa í flokki -73 kg og Hannes í -66 kg flokknum