Fréttir

Sumaræfingar í júdó

Sumardgagskrá: Mánudaga kl. 20:00 - júdó Þriðjudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili Miðvikudaga kl. 20:00 - júdó Fimmtudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili Föstudaga kl. 20:00 - júdó Sunnudaga kl. 10:00 - þrek á Hrafnagili

Steinar Eyþór Valsson Norðurlandameistari í júdó yngi en 20 ára.

Í dag var framhaldið í Reykjavík Norðurlandamóti í júdó.  Í dag var keppt í aldursflokki yngri en 20 ára.  KA eignaðist þar sinn annan Norðurlandameistara á þessu móti er Steinar Eyþór Valsson sigraði með glæsibrag í -100kg.  Steinar er gríðarlega efnilegur júdómaður sem hefur alla burði til að verða verulega góður.

Hans Rúnar Norðurlandameistari í júdó 30 ára og eldri

Norðurlandamótið í júdó fer nú fram í Reykjavik.  Í dag var keppt í flokkum fullorðinna og 30 ára og eldri.  Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega í -73kg flokki karla eldri en 30 ára.  Hans sigraði norðmann í úrslitaglímunni með mjög sannfærandi hætti.

Það er komið sumarfrí hjá yngri flokkum í júdó.

Nú erum við komin í sumarfrí í júdó hjá yngri flokkum.  Meistaraflokkur æfir áfram í sumar en dagskráin hjá þeim breytist í næstu viku og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni eftir næstu helgi.

Mjög vel heppnuð lærdómsferð 9-14 ára júdókrakka.

Þeir júdókrakkar sem æfa með flokkum 9-14 ára hjá KA fóru til Reykjavíkur nú um helgina til þess að æfa með jafnöldrum sínum af öllu landinu.  Tilgangur ferðarinnar var að kynnast jafnöldrum sínum sem eru einnig að æfa júdó án þess að keppni sé blandað þar inn í.  Einnig að fá tækifæri til þess að læra af öðrum þjálfurum.